REVAMP Logo

REVAMP: Fræðsla meðal annars um það hvernig bera skuli kennsl á ofbeldi, misnotkun og vanrækslu fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk. Um er að ræða nýstárlegt, fjöl-evrópskt verkefni. Það er sérstaklega hannað til að gera læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki kleift að bera kennsl á og bregðast við skjólstæðingum og sjúklingum sem verða fyrir áhrifum af ofbeldi og misnotkun í nánu sambandi (IPVA) eða heimilisofbeldi (DVA).

Verkefnahópurinn samanstendur af heilbrigðisstarfsfólki og fræðafólki í átta mismunandi æðri menntastofnunum eða klínískum stofnunum í sjö Evrópulöndum: Frakklandi, Íslandi, Litháen, Noregi, Þýskalandi, Grikklandi og Bretlandi. Verkefnið hófst með undirbúningi í september 2019 og var sett á fót í desember 2022.

Þeir sem hafa áhuga á að þróa IPVA/DVA þjálfun fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk er boðið að hafa samband við REVAMP teymið og taka þátt í þessu nýstofnaða evrópska neti með því að senda tölvupóst á eftirfarandi netfang: fjf@hi.is