Fræðsla fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk með það að markmiði að kenna því að bera kennsl á og fræðast um ofbeldi, misnotkun og vanrækslu. [REVAMP] er nýstárlegt, sam-evrópskt verkefni.

REVAMP verkefnið tekst á við atriði sem hafa verið vanrækt og vanþróuð, það er að bera kennsl á og bregðast við þolendum ofbeldis í nánum samböndum og þeim sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi (IPVA/DVA) þegar þeir leita eftir heilbrigðisþjónustu. Verkefnið býður upp á umtalsverða nýsköpun, sem byggir á því að bæta heilsufar þolenda ofbeldis á lífsleiðinni með beinum hætti, með því að auka færni lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks til að greina ofbeldi.

REVAMP samanstendur af þjálfun sem er á netinu og hvetur til þátttöku. Þjálfunin hefur verið þróuð fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk með það að markmiði að auka hæfni þess til að bera kennsl á ofbeldi og auka skilning á ofbeldi og misnotkun í nánum samböndum (IPVA) / heimilisofbeldi og misnotkun (DVA). Sérfræðingurinn getur síðan notað þessa þekkingu til að bregðast á viðeigandi hátt við þjónustuþegum sem hafa orðið fyrir reynslu af ofbeldi í nánu sambandi, misnotkun eða heimilisofbeldi (IPVA/DVA).

Til að aðstoða sérfræðinga við að bregðast við einstaklingi sem upplifir ofbeldi í nánu sambandi, verður fyrir misnotkun eða öðru heimilisofbeldi (IPVA/DVA) hefur REVAMP vefsíðan útvegað lista yfir upplýsingar um tengiliði fyrir innlendar stofnanir sem eru með úrræði fyrir börn og ungmenni, fullorðna og eldri einstaklinga í öllum REVAMP samstarfslöndunum: Bretlandi, Íslandi , Noregi, Grikklandi, Þýskalandi, Litháen og Frakklandi.

REVAMP Logo