Hvað er REVAMP?
REVAMP er nýstárleg þjálfunaráætlun sem hefur verið sérstaklega þróuð af samstarfsaðilum í sjö Evrópulöndum til að mæta þörfum heilbrigðisstarfsfólks til að bera kennsl á og bregðast við þolendum ofbeldis í nánum samböndum, misnotkun (IPVA) / heimilisofbeldi og misnotkun (DVA) þegar leitað er til heilbrigðisþjónustu.
Hver er tilgangur revamp?
Tilgangur REVAMP þjálfunarinnar er að hjálpa heilbrigðisstarfsmönnum að verða öruggari við að spyrja hvort skjólstæðingar hafi upplifað ofbeldi eða misnotkun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu og við að veita stuðning og vísa í viðeigandi úrræði í kjölfar þess að skjólstæðingar greina frá slíkri reynslu. Gert er ráð fyrir að heilbrigðisstarfsmenn sem ekki gera það nú þegar muni fara að “spyrja spurninguna” í kjölfar þjálfunarinnar, sérstaklega þeir starfsmenn sem taka að sér mat/greiningu og að þeir muni vita hvaða stofnanir í heimalandi sínu geti veitt skjólstæðingum áframhaldandi stuðning.
Hverjir geta fengið aðgang að REVAMP þjálfuninni?
REVAMP þjálfun hefur verið þróuð fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem veita skjólstæðingum umönnun „augliti til auglitis“ eða netþjónustu. Hver sem er getur fengið aðgang að þjálfuninni, en þjálfunin er sérstaklega ætluð læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki og er því væntanlega gagnlegust fyrir það starfsfólk.
Hversu margar einingar eru metnar?
Í hverri einingu eru nokkur matsverkefni til að prófa þekkingu þína. Í þjálfuninni hafa verið notaðar ýmsar aðferðir við að meta, til að bæta námsreynsluna á netinu. Sem dæmi má nefna hlaðvörp, atburðarás sem dregin er úr raunveruleikanum, áhorf á hlutverkaleiki, skyndipróf, æfingar þar sem merkt er í kassa og fjölvalsspurningar. Öll svör þín í hverri einungu verða vistuð þegar þú ferð í gegnum þjálfunina svo þú getir snúið aftur til þjálfunar hvenær sem er. Þú getur valið að endurtaka allar einingarnar eins oft og þú vilt.
Kostar REVAMP þjálfunin eitthvað?
Það kostar ekkert að fá þessa þjálfun
Hvers vegna taka nokkur Evrópulönd þátt í þjálfuninni?
REVAMP verkefnið er með frumlega nálgun við að sameina krafta um alla Evrópu til að skila þessari þjálfun til allra lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. Þetta verkefni hefur verið þróað í nokkrum löndum af samstarfsaðilum um alla Evrópu, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi, Íslandi, Litháen, Noregi og Bretlandi. REVAMP teymið samanstendur af fagfólki, þar á meðal læknum, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum, aðstoðarmönnum í heilbrigðisþjónustu og félagsráðgjöfum.
Hvað mun ég læra af REVAMP þjálfuninni?
Þú munt hafa betri skilning á réttarstöðu skjólstæðinga sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi / ofbeldi og misnotkun af hálfu náinna aðila í þínu landi. Þú munt læra um líkamleg, vitsmunaleg, tilfinningaleg og félagsleg áhrif ofbeldis í nánum samböndum / heimilisofbeldis og misnotkunar og vera betur í stakk búinn til að þekkja slíka reynslu og bregðast við henni. Þú munt hafa þróað og aukið samskiptahæfileika þína til að geta spurt hugsanlega þolendur / eftirlifendur á næman máta um hvað gæti verið að gerast og hafa hæfni til að þróa viðeigandi svör við slíkum upplýsingum. Þú munt einnig geta fengið aðgang að viðeigandi þjónustu er varðar ofbeldi í nánum samböndum, misnotkun og annað heimilisofbeldi í þínu landi og vísað einstaklingum í þessa þjónustu.
Hversu margar einingar eru í boði í REVAMP þjálfuninni?
Það eru 5 einingar í boði í REVAMP þjálfuninni:
- Stefnumörkun
- Barn og unglingur
- Fullorðinn
- Eldri einstaklingur
- Mat
Þarf ég að kynna mér einingarnar í einhverri röð?
Þú getur kynnt þér einingarnar í hvaða röð sem þú vilt.
Hversu langan tíma tekur það mig að ljúka þjálfuninni?
Við lærum hvert á mismunandi hraða þannig að tíminn sem það tekur þig að ljúka fimm einingum er einstaklingsbundinn. Hlutar af þjálfuninni er sjálfstýrt nám.
Þarf ég að klára þjálfunina alla í einu?
Þjálfuninni þarf ekki að vera lokið í einni lotu. Þú verður að vera fær um að vista svör þín og þá er hægt að fara aftur í þjálfunina hvenær sem þú vilt.
Hvert er fræðilegt gildi REVAMP?
Þegar einingunum hefur verið lokið með fullnægjandi hætti verður hægt að hlaða niður „vottorði um árangur“. Þetta staðfestir að þú hafir stundað nám á 7. stigi með góðum árangri og það samsvarar 10 klukkustunda námi.
Hvað gerist ef ég klára ekki þjálfunina?
Ef þú lýkur ekki við einingarnar fimm og stenst ekki allt matið færðu ekki „vottorð um árangur“
Þarf ég að taka þátt?
REVAMP þjálfunin er sjálfboðavinna, svo það er undir þér komið að ákveða hvort þú viljir taka þátt. Þú þarft ekki að taka þátt nema vinnuveitandi þinn eða yfirmaður hafi gefið fyrirmæli um það. Þú getur valið að ljúka þjálfuninni sem hluta af starfsþróun þinni eða til að auka þekkingu þína og færni.
Hverjir eru mögulegir kostir þess að ljúka þjálfuninni?
Sem læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður er líklegt að þú hittir skjólstæðinga sem hafa, eða eru nú að upplifa ofbeldi í nánu sambandi, misnotkun eða annað heimilisofbeldi. Þetta getur haft veruleg áhrif á andlega og líkamlega líðan einstaklingsins. Sem læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk erum við í kjöraðstöðu til að ræða við skjólstæðinga um reynslu þeirra og vísa þeim í viðeigandi úrræði innan samfélagsins. REVAMP þjálfunin veitir þér, lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni, tækifæri til að skilja hvað ofbeldi og misnotkun felur í sér í þessu samhengi. Einnig að öðlast þekkingu, viðeigandi samskiptafærni og betri faglega færni við að bera kennsl á ofbeldi til að styðja síðan skjólstæðinga sem eru þolendur í reynd.
Hvað ef ég fer í uppnám vegna æfinga?
Ef þú finnur fyrir vanlíðan þegar þú tekur þátt í þessari þjálfun skaltu leita þér aðstoðar. Þú getur fundið lista yfir stofnanir sem veita stuðning á REVAMP vettvanginum undir flipanum „Stofnanir sem veita stuðning“. Þú gætir einnig viljað leita aðstoðar hjá viðeigandi aðilum á vinnustað þínum, t.d. hjá félagsráðgjafa, sálfræðingi eða presti.
Hvað verður um upplýsingarnar mínar?
Vinsamlegast lestu viðeigandi tilkynningu sem er staðsett í „e-námi“ (e. e-learning) REVAMP vettvangsins
Hvað verður um heildarniðurstöður REVAMP þjálfunarinnar?
Niðurstöður þjálfunarinnar verður að finna í skýrslu fyrir fjármögnunaraðila verkefnisins og má nota þær í ritum. Öll gögn verða birt án persónugreinanlegra upplýsinga.
Hver fjármagnar þessa þjálfun?
Þjálfunin hefur verið þróuð af hópi samstarfsaðila og var styrkt sem verkefni af Erasmus +. Erasmus + er áætlun Evrópusambandsins um menntun, þjálfun, æskulýðsstarf og íþróttir. Erasmus + og breska þjóðarstofnunin er samstarfsverkefni breska ráðsins og rannsóknarstofnunarinnar Ecorys í Bretlandi.
Við hvern á ég að hafa samband til að fá frekari upplýsingar?
Ef þú vilt hafa samband við meðlim í REVAMP teyminu má finna nafn og netfang þeirra sem leiða landsverkefnið undir flipanum „Mikilvægir félagar“ á REVAMP pallinum.
Á hvaða tungumálum er REVAMP þjálfunin í boði?
REVAMP þjálfunin er að fullu aðgengileg á ýmsum tungumálum: ensku, frönsku, þýsku, grísku, íslensku, litháísku og norsku.
Get ég hætt í þjálfuninni?
Þátttakendur geta dregið sig út úr netþjálfuninni hvenær sem er. Hins vegar munu þeir ekki geta dregið til baka nein gögn á meðan á þjálfuninni stendur eða eftir að þjálfuninni er lokið þar sem þeim er safnað á nafnlaust snið.
Hvernig verð ég upplýstur um niðurstöður mínar?
Þú færð skírteini eða upplýsingar um að þú hafir ekki náð viðunandi árangri að loknu hverju mati. Þegar þú hefur lokið þjálfuninni á fullnægjandi hátt færðu skírteini um árangur ef þú hefur náð viðunandi árangri í öllum fimm einingunum.