REVAMP verkefninu var hleypt af stokkunum í september 2019 þar sem saman komu teymi lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa víðsvegar að úr Evrópu. Sem heilbrigðisstarfsmenn deildi teymið fjölbreyttri reynslu, þekkingu og færni í stuðningi við þolendur ofbeldis/ heimilisofbeldis og misnotkunar í nánum samböndum innan heilbrigðiskerfisins. Að auki deildu þeir kennslufræðilegri þekkingu í námskrárþróun, rafrænu námi, á viðfangsefninu ofbeldi í nánum samböndum (IPVA) / heimilisofbeldi (DVA) og miðlunaraðferðum.

Eftir því sem hefur liðið á verkefnið höfum við tekið á móti fleiri teymismeðlimum og mikilvægum hagsmunaaðilum sem einnig hafa lagt sitt af mörkum við uppbyggingu verkefnisins.

Ýmis úrræði hafa verið þróuð í REVAMP löndunum: Þýskaland, Grikkland, Ísland, Litháen, Noregur og Bretland. Ein tiltekin úrræðasíða auðkennir innlendar stuðningsstofnanir fyrir þolendur IPVA / DVA í hverju samstarfslandi til að gera þeim kleyft að hafa skjótan aðgang að þeim (sjá Úrræðasíðu á vefsíðu).

Adult in hospital with a walking frame

Fylgdu okkur á:

Facebook: https://www.facebook.com/REVAMPEurope/

eða Twitter: https://twitter.com/REVAMP_Europe