Orð eru öflug, þannig að REVAMP teymið hefur valið vandlega notkun tiltekinna orða sem eru ásættanleg fyrir alla samstarfsaðilana. Hugtökin „ofbeldi í nánum samböndum“ [IPVA] og „heimilisofbeldi“ [DVA] eru bæði notuð í REVAMP og með því er virtur sá munur sem er á milli landanna.
REVAMP verkefnið nær yfir sjö samstarfslönd. Í þeim er misjafnt hvernig þessi hugtök eru túlkuð eða hvaða hugtök eru notuð. Þrátt fyrir að við viðurkennum að munur sé á þessum hugtökum IPVA og DVA, þá er REVAMP teymið sammála um að með því að nota bæði hugtökin tryggjum við skilning, þar sem hugtökin og þjálfunarefnið í REVAMP gildir áfram og er skilið í samstarfslöndunum sjö.
Kynningareining REVAMP þjálfunarinnar felur í sér sérstakar skilgreiningar hvers samstarfslands REVAMP.