REVAMP Logo

REVAMP verkefnið býður upp á nýstárlegt þjálfunarefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk og tengda samstarfsaðila sem miðar að því að auka þekkingu og vitund um ofbeldi og misnotkun í nánum samböndum (IPVA). Jafnframt að auka umönnunina sem þolendum er veitt, hugsanlegum þolendum og einnig þolendum ofbeldis í nánum samböndum (IPVA) í samevrópsku samhengi.

Ofbeldi í nánum samböndum (IPVA) og heimilisofbeldi getur haft veruleg áhrif á heilsu, líðan og lífslíkur kvenna, karla og kynsegin fólks sem og barna frá öllum menningarheimum og samfélögum, burtséð frá kynhneigð og aldri. Við lítum á vernd gegn ofbeldi og misnotkun sem grundvallarrétt einstaklingsins.

Þó að löggjöf og stefna innan samstarfslanda sé breytileg, stefnum við að því að hafa sameiginlegar grundvallarreglur sem viðmið um almenna vernd einstaklinga í öllum samstarfslöndum gegn skaða vegna ofbeldis í nánum samböndum (IPVA). Þessar grundvallarreglur um viðmið munu vera leiðbeinandi í gegnum þjálfunarefnið. Við gerum okkur grein fyrir að í menningarlegum og samfélagslegum viðhorfum til ofbeldis í nánum samböndum (IPVA) geta þolendur verið dæmdir á ósanngjarnan hátt. Slík viðhorf geta stundum grafið undan stefnu og löggjöf. Engu að síður teljum við að hver einstaklingur eigi rétt á vernd í lögum og að slíkir dómar ættu á engan hátt að draga úr lagalegum skilgreiningum og vernd.

Við teljum að greiður aðgangur að heilbrigðisþjónustu geti veitt lífsbætandi og lífsbjargandi tengsl við þolendur ofbeldis í nánum samböndum (IPVA) og hugsanlega þolendur. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsmenn og tengdir samstarfsaðilar viðurkenni einkenni ofbeldis í nánum samböndum (IPVA) og séu í stakk búnir til að bregðast við í samræmi við það. Snemmtæk íhlutun getur bætt heilsu og vellíðan fólks.

Ekki er alltaf unnt að varðveita trúnað varðandi þær upplýsingar sem koma fram hjá þolendum og hugsanlegum þolendum (IPVA), þar sem í sumum tilfellum er nauðsynlegt að deila upplýsingum ef hætta er á skaða. Vernd barna gegn skaða vegna ofbeldis í nánum samböndum eða vegna ofbeldis eða vanrækslu þeirra mun ætíð verða í mestum forgangi.

V 0.3 07/01/2022